4. jan. 2013

Endurtektarpróf og bóksala

a1Endurtektarprófin verða 8. – 11. janúar eftir að kennslu lýkur. Nemendur sem þurfa að þreyta próf fá ekki leyfi. Allir nemendur sem féllu í 1 – 3 fögum eru sjálfkrafa skráðir í þau og verður gert ráð fyrir þeim í prófið. Athugið að greiða þarf prófgjald áður en farið er í prófið (ekki er tekið við korti á skrifstofu skólans). Nemendur hafi skilríki meðferðis í prófið. Próftöfluna má nálgast hér.

 

Bóksalan verður opin frá klukkan 8 til 13 mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. janúar. Bókalistana má nálgast hér.

Fréttasafn