24. jan. 2013

Foreldraviðtöl

nynema3_vefurMiðvikudaginn 30. janúar n.k. verður foreldrum og forráðamönnum 3. og 4. bekkinga boðið að koma í viðtöl hjá umsjónarkennurum. Áætlað er að hvert viðtal taki ekki lengri tíma en 10 mín. og verður foreldrum boðið að koma á milli 12:50 og 18:00.

Foreldrar/forráðamenn nemenda senda póst á umsjónarkennnara til þess að finna hentugan viðtalstíma. Viðtölin fara fram í heimastofum bekkja á 3. og 4. hæð skólans og því gott að mæta tímanlega til að finna rétta stofu. Foreldrar nemenda í 3-A, 4-A og 4-X athugið. Umsjónarkennarar þessara bekkja verða erlendis á vegum skólans þennan dag og því munu þeir stinga upp á öðrum dögum til viðtals.

Námsráðgjafar verða til staðar á 3. og 4. hæð þar sem viðtölin fara fram. Skólastjórnendur og deildarstjórar verða til taks í húsinu fram eftir degi. Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá samband við nemendaþjónustuna.

Netföng og upplýsingar um umsjónarkennara má nálgast hér.

Fréttasafn