5. feb. 2013

Nemendamót VÍ 2013

Fyrsti fimmtudagur febrúarmánaðar er ævinlega stór dagur í lífi Verzlinga en þann dag fer árlegt Nemendamót VÍ fram. Nemendamótsdagurinn er órjúfanlegur hluti skólans og hefðin sem honum fylgir mikil. Þessi dagur er hápunktur félagslífsins og eðlilega miklar væntingar sem honum fylgja. Algengt er að bekkirnir byrji daginn snemma og hittist yfir morgunverði í heimahúsi áður en farið er á leiksýninguna. Sýningin þetta árið heitir V.Í. will rock you, en í sýningunni eru lög hljómsveitarinnar Queen í forgrunni.

viwill2

Mikil vinna og metnaður nemenda liggur á bakvið uppsetninguna og hvetjum við foreldra og forráðamenn til að kynna sér sýninguna og sýningartíma á facebooksíðu verksins.

Þegar líður á kvöldið hittast bekkir ýmist á veitingastöðum eða heimahúsum og snæða saman. Þaðan er farið í bekkjarpartí og beinum við þeim tilmælum til foreldra að leyfa ekki eftirlitslaus partí fyrir skólaböll. Skólinn hvikar ekki frá þeirri stefnu sinni að nemendur skólans, og þá sérstaklega 3. bekkingar, mæti án áfengis og mun ölvun ógilda miðann. Í fyrsta skipti í nokkur ár fer ballið um kvöldið fram á Broadway.

Hægt er að nálgast miða á leiksýninguna á heimasíðunni midi.is hér.

viwill

Fréttasafn