14. feb. 2013

Metfjöldi á opnu húsi

Miðvikudaginn 13. febrúar stóð Verzlunarskóli Íslands fyrir opnu húsi fyrir grunnskólanemendur þar sem áhugasamir gátu kynnt sér námið og aðstæður skólans áður en forinnritun hefst. Viðtökurnar við opna húsinu hafa alltaf verið góðar en líklega hafa aldrei fleiri mætt en þetta árið.

Auk þess að fá fræðslu um nám í öllum deildum og tækifæri til að ræða við námsráðgjafa leiddu eldri nemendur Verzlunarskólans áhugasama í skoðunarferð um skólann auk þess sem að leikarar í nemósýningunni V.Í. will rock you sungu fyrir viðstadda.

Vi2

Fréttasafn