19. feb. 2013

Verzlingar gera það gott

Helgina 8.-9. febrúar fór fram svokölluð UT-messa í Hörpunni. Á messunni eru kynningar á nýjustu tækni ýmissa fyrirtækja auk fjölmargra fyrirlestra. Í ár var einnig haldin „hakkarakeppni“ (hackathon) sem þeir félagar Kristján Ingi og Ragnar Þór í 6-X gerðu sér lítið fyrir og sigruðu. Hér má nálgast umfjöllun um keppnina.

Þeir Krisján og Ragnar eru engir nýgræðingar í forritun en þeir voru í liði Verzlunarskólans sem sigraði forritunarkeppni framhaldsskóla fyrir tæpu ári síðan og stefna eflaust á að verja titilinn í keppninni í ár sem fer fram helgina 15. – 16. mars.

Verzlunarskólinn óskar þeim Kristjáni og Ragnari til hamingju með sigurinn.

hakkallir

Allir þátttakendurnir

Myndir: http://greenqloud.com/

Fréttasafn