1. mar. 2013

Miðannarmat

nemandiFöstudaginn 1. mars fá forráðamenn nemenda aðgang að miðannarmati í gegnum foreldraaðganginn á heimasíðu skólans.

Tilgangurinn með mati á miðri önn er að gefa nemanda og forráðamönnum hans upplýsingar um námslega stöðu nemandans miðað við vinnuframlag hans. Matið er ekki hluti af lokaeinkunn en er m.a. ætlað að gefa nemendum vísbendingar um hvers vænta megi í lokaeinkunn áfangans haldi þeir áfram á sömu braut.

Aðeins eru notaðar einkunnir A, B og C.

A: Staða nemandans er góð
B: Staða nemandans er viðunandi
C: Staða nemandans er óviðunanadi

 nemandi2

Fréttasafn