5. mar. 2013

VÍ í undanúrslit Gettu betur og MORFÍs

Lið Verzlunarskólans er komið í undanúrslit í bæði Gettu betur og MORFÍs eftir að bæði lið sigruðu viðureiginir sínar föstudaginn 1. mars. Gettu betur liðið vann lið FG í æsispennandi keppni. Leikar enduðu með eins stigs sigri VÍ, 23 – 22, en framlengja þurfti viðureignina.

Í MORFÍs sigraði lið VÍ lið MS með 183 stiga mun. Umræðuefni kvöldsins var „Þú uppskerð eins og þú sáir“ þar sem okkar lið mælti með. Ræðumaður kvöldsins var Sigurður Kristinsson (5-F). Verzlunarskólinn mætir liði MR í undanúrslitum keppninnar.

verslo

Fréttasafn