13. mar. 2013

Nemendur í 4. og 5. bekk velja sér valgreinar

Lokafrestur fyrir  nemendur í 4. og 5. bekk til að velja sér valgreinar fyrir næsta skólaár er sunnudagurinn 17. mars. Mikilvægt er að lesa vel áfangalýsingar og vanda valið. Þegar fjöldinn verður of mikill í áfanga verður valið af handahófi úr þeim hópi sem sótti um áfangann og þeir sem verða ekki valdir fara þá sjálfkrafa í annað eða þriðja val.

Til að velja farið þið inn á heimasvæðið ykkar og finnið þar „val“. Þið getið valið til kl. 23:59 sunnudaginn 17. mars nk. en þeir sem verða ekki búnir að velja þá, verða settir í áfanga þar sem vantar nemendur. Fram að þessum tíma getið þið farið aftur og aftur inn í valið og breytt því.

Fréttasafn