21. mar. 2013

Verzlunarskólinn í úrslit MORFÍs, úr leik í Gettu betur

Laugardaginn 16. mars sl. mætti lið Verzlunarskóla Íslands liði MR í Gettu betur. Eftir jafna byrjun, þar sem munaði tveimur stigum á liðunum eftir hraðaspurningarnar, fór það svo að MR endaði með 27 stig en VÍ 20. Keppni Verzlunarskólans í Gettu betur er því lokið þetta árið en þeir Axel, Gísli og Úlfur geta gengið stoltir frá borði.

MORFÍs lið Verzlunarskólans komst á mánudaginn í úrslit keppninnar þegar það lagði lið MR með 21 stigi í æsispennandi keppni. Umræðuefni kvöldsins var Kapítalismi og mældi lið VÍ á móti.

Verzlunarskólinn mætir Flensborg í úrslitum þann 12. apríl n.k.. Lið Verzlunarskólans skipa þau Hrafnkell Ásgeirsson, Sigurður Kristinsson, Hersir Aron Ólafsson og Sigríður María Egilsdóttir.

hljodneminn

Fréttasafn