21. mar. 2013

Nemendur VÍ heimsóttu Berlín

25 nemendur í valáfanganum Kulturstadt Berlin 333 dvöldu í Berlín 15. – 18. mars síðastliðinn. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Nemendur fóru m.a. upp í kúpulinn á Reichstag (þinghúsinu) og í Fernsehturm (sjónvarpsturninn) þar sem þeir fengu dásamlegt útsýni yfir borgina.

Nemendur fengu einnig leiðsögn um sýningu á Deutsches Historisches Museum  (þýska sögusafnið) og svo skoðaði hópurinn einnig leifar af því hvernig múrinn lá í Bernauer Straße, en þar er einnig minnsimerki um alla þá sem féllu er þeir reyndu að flýja á milli austur- og vestur Berlínar.

Nemendur gengu að lokum um miðborgina þar sem þeir skoðuðu helstu kennileiti eins og Brandenburger Tor, Potzdamer Platz, Checkpoint Charlie og Jüdisches Monument.

berlin1 berlin2 berlin3 berlin4 berlin5 berlin6 berlin7

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Fréttasafn