Nemendur VÍ heimsóttu Berlín
25 nemendur í valáfanganum Kulturstadt Berlin 333 dvöldu í Berlín 15. – 18. mars síðastliðinn. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Nemendur fóru m.a. upp í kúpulinn á Reichstag (þinghúsinu) og í Fernsehturm (sjónvarpsturninn) þar sem þeir fengu dásamlegt útsýni yfir borgina.
Nemendur fengu einnig leiðsögn um sýningu á Deutsches Historisches Museum (þýska sögusafnið) og svo skoðaði hópurinn einnig leifar af því hvernig múrinn lá í Bernauer Straße, en þar er einnig minnsimerki um alla þá sem féllu er þeir reyndu að flýja á milli austur- og vestur Berlínar.
Nemendur gengu að lokum um miðborgina þar sem þeir skoðuðu helstu kennileiti eins og Brandenburger Tor, Potzdamer Platz, Checkpoint Charlie og Jüdisches Monument.
Smellið á myndirnar til að stækka þær