22. apr. 2013

Tónleikar Verzlunarskólakórsins

Fyrstu tónleikar Verzlunarskólakórsins verða haldnir hátíðlegir á þriðjudaginn, 23. apríl, í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands kl 20:00. 

Kórinn hefur legið niðri í næstum 10 ár en hóf aftur störf haustið 2012.

Kórnefnd var stofnuð til að halda utan um starfið og hefur gengið vel til. Helga Margrét Marzelíusardóttir er kórstjóri.

Að tónleikum loknum verður boðið upp á kaffi og veitingar sem kórmeðlimir bjóða uppá. Miðaverð eru litlar 500 kr.

Vonandi mæta sem flestir á þennan merka viðburð.

skoli

Fréttasafn