30. apr. 2013

Peysufatadagurinn

Peysufatadagur 4. bekkjar Verzlunarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 24. apríl. Að vanda voru nemendur skólans einkar glæsilegir og virtust allir skemmta sér konunglega þrátt fyrir leiðindaveður snemma morguns.

Eftir dagskrá í Bláa sal var haldið í rútu niður á Laugarveg áður en nemendur löbbuðu á Ingólfstorg þar sem þeir stigu dans. Eftir dansinn fóru nemendur í hópmyndatöku við Háskóla Íslands og enduðu svo á hádegisverði í Perlunni.

Meðfylgjandi eru myndir af glæsilegum fulltrúum Verzlunarskóla Íslands.

IMG_0151 IMG_0149 IMG_0120 IMG_0099

IMG_0098 IMG_0091 IMG_0126 IMG_0102

Smellið á myndirnar til að stækka þær

 

Fréttasafn