Bjarki Þór vann Ipad mini
Eins og undanfarin ár hafa þeir nemendur sem eru ekki undir áhrifum áfengis og blása í áfengismæli á böllum vetrarins farið í svokallaðan edrúpott. Potturinn á hverju balli telur c.a. 300 nemendur og eftir hvert ball eru nokkur nöfn dregin úr pottinum og hljóta þeir heppnu í hvert skipti vinning.
Í lok árs er svo öllum pottunum blandað saman og úr honum dregið eitt nafn nemanda sem hlýtur stærsta vinning ársins. Í ár var Ipad mini í verðlaun og var það Bjarki Þór Hilmarsson, 3-F, sem var dreginn út.
Það var Ingi Ólafsson sem afhenti Bjara Þór verðlaunin og óskum við honum innilega til hamingju.