26. maí 2013

Brautskráning stúdenta

img_4Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðist 281 nemandi frá Verzlunarskólanum, 274 úr dagskóla og 7 úr fjarnámi. Í útskriftarhópnum voru 174 stúlkur og 107 piltar.
Skólastjóri flutti nemendum kveðjuorð sín og í þeim hvatti hann meðal annars nemendur til þess að hafa fulla vitund í samtíð sinni og að njóta augnabliksins. Það mun auðvelda þeim leitina að lífsgæðunum og þannig fara þeir síður á mis við tækifærin í kringum sig.

Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af 100 ára afmælis skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h.

Dux skólans var Alexander Elí Ebenesersson 6-H með I. ágætiseinkunn; 9,53. Hlaut hann bókagjafir og námsstyrk að upphæð 600.000.

Semidux var Gísli Þór Þórðarson 6-H með I. ágætiseinkunn 9,45 og hlaut hann bókagjafir og námsstyrk að upphæð 300.000.

Aðrir nemendur  með I. ágætiseinkunn fengu einnig bókagjafir og námsstyrk að upphæð 150.000 kr. en það voru:

Ásdís Sæmundsdóttir, 6–I I. ág. eink. 9,4
Þórunn Helgadóttir, 6–E I. ág. eink. 9,3
Kristján Óttar Rögnvaldsson, 6–X I. ág. eink. 9,2
Bjarni Örn Kristinsson, 6–X I. ág. eink. 9,1
Silja Stefánsdóttir, 6-H I. ág. eink. 9,1
Halla Berglind Jónsdóttir, 6-R I. ág. eink. 9,0
Eydís Ýr Jónsdóttir, 6-E I. ág. eink. 9,0

img_1 img_2 img_3

img_4 img_5 

Fréttasafn