29. maí 2013

Vefpóstur

Verið er að taka nýjan póstþjón, mail.verslo.is, í notkun í stað postur.verslo.is. Afritun á pósthólfum á milli póstþjóna tekur nokkra daga. Á meðan á því stendur fá notendur sem komnir eru á nýja póstþjóninn upp vefsíðu þar sem þeir eru beðnir að smella á mail.verslo.is. Þegar smellt er á þessa slóð þá kemur upp vefsíða þar sem notandinn þarf að skrá sig inn. Athugið að nýja viðmótið er aðeins breytt.

Þegar búið er að flytja alla á nýja póstþjóninn þá dettur þessu krókaleið út og notendur fara beint á mail.verslo.is þegar þeir skrá sig á vefpóstinn á verslo.is.

Slóðin á vefpóstinn verður eftirleiðis: https://mail.verslo.is/owa

Þau sem hafa stillt snjallsíma og spjaldtölvur til að taka við póstinum beint þurfa að breyta tilvísuninni í póstþjón í mail.verslo.is úr postur.verslo.is. Í sumum stýrikerfum er hægt að uppfæra þessa stillingu en í öðrum þarf að eyða stillingunni fyrir póstinn út og setja inn aftur með réttum póstþjóni.

Hafið samband við thordur@verslo.is eða snorri@verslo.is ef vandamál koma upp.

Fréttasafn