Upplýsingar vegna ferðar nýnema til Stokkseyrar
Þegar komið er í skólann fara nemendur með allan farangur inn í Bláa sal og geyma hann þar. Salurinn verður læstur á meðan þið eruð í tímum. Munið að merkja allt vel.
Þegar vígslan er búin á Marmaranum á að sækja farangurinn en skilja skóladótið eftir og við læsum salnum. Munið síðan að taka skólatöskurnar með heim á laugardaginn og þá engin afsökun fyrir að læra ekki heima fyrir mánudaginn.
Gert er ráð fyrir að koma í bæinn aftur um klukkan 13:30 á laugardaginn.
Rúturnar sem verða hjá Borgarleikhúsinu, merktar eftir bekkjum.
Það sem taka þarf með í ferðina:
· Dýna
· Sæng/svefnpoki
· Útiföt
· Nesti ( fáið kvöldverð og morgunverð en gott er að hafa eitthvað með sér sem millimál)
· Sundföt fyrir þá sem vilja fara í sund
· Góða skapið
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Kær kveðja,
Skemmtinefnd Verzló