11. sep. 2013

Fjöldi nemenda í VÍ

Nú er skólastarfið komið í fullan gang og allir komnir  á sinn stað. Á haustönninni þetta árið eru 1248 nemendur í dagskólanum sem skiptast í 49 bekkjardeildir. Drengir eru 525 talsins og stúlkur 723. Náttúrufræðibrautin er fjölmennust en þar eru 614 nemendur, síðan kemur viðskiptabrautin með 451 nemanda, þá félagsfræðabrautin með 174 nemendur og fámennust er málabrautin sem er aðeins starfrækt í 6.bekk þetta árið og á henni eru 9 nemendur.

Á sumarönn í fjarnámi voru kenndir 112 áfangar og voru það fimmtíu kennarar sem skiptu þeim á milli sín. Nemendur voru 698 talsins, 155 þeirra voru einnig í dagskóla Verzlunarskólans en 543 komu annarsstaðar frá. Yngsti fjarnemandinn var 13 ára og sá elsti tæplega sjötugur. Konur voru aðeins fleiri en karlarnir eða 387 á móti 311 körlum. Kennsla á haustönn í fjarnáminu hófst þann 10. september.

Fréttasafn