12. sep. 2013

Fyrsta ball vetrar

Nýnemaballið, sem fram fór í Kaplakrika í gær, var eitt það stærsta sem haldið hefur verið í nafni skólans en alls voru um 1600 miðar seldir inn á það. Ballið tókst afar vel og vill skólinn koma til skila þakklæti til allra sem að því komu. Það er ekki sjálfgefið að svona stórt ball gangi snurðulaust fyrir sig en í þetta skiptið tókst vel upp í alla staði.

Sérstakar þakkir fá stjórn Nemendafélagsins, foreldrafélagið og starfsmenn skólans en saman mynduðu þau mjög góða umgjörð um þetta fyrsta ball vetrar. Allt sem sneri að húsnæðinu stóðst væntingar og gæslan var mjög góð. Stefna skólans er að skemmtanir á vegum hans séu öruggur vettvangur fyrir nemendur og ball eins og þetta styður okkur í þeirri trú að við séum á réttri leið.

Eins og sjá má mynduðust langar raðir eftir miðum en salan gekk hratt og örugglega fyrir sig.
Biðröð eftir miðum

Fréttasafn