13. sep. 2013

Hjólum í skólann

Á mánudaginn hefst hvatningarverkefnið HJÓLUM Í SKÓLANN og eru allir hvattir til þess að taka þátt í því og skrá sig á http://www.hjolumiskolann.is . Auðvitað er þetta allt í þágu hreyfingar, heilsu og allt það og auðvitað virðum við Ólympíuandann og allt svoleiðis … en þetta er líka keppni og hana ætlum við vinna. Í næstu viku höfum við bílastæðin tóm en fyllum öll hjólastæði en rétt er að geta þess að er ekki skylda að hjóla í skólann til þess að taka þátt. Aðalatriðið er að mæta í skólann án þess að nota einkabíl. Það má þess vegna ganga, skeita, renna sér á línuskautum og nota strætó. Hvernig sem menn koma sér í skólann er mikilvægt að skrá þá vegalengd sem sem lögð er að baki, ef menn koma með strætó er það vegalengdin frá stoppistöðinni sem gildir. Veðurspáin er góð og því um að gera að njóta útiverunnar í og úr skóla.

hjolad_i_skolann

Fréttasafn