23. sep. 2013

Comeniusarsamstarfsverkefni

Verzlunarskólinn tekur þátt í ýmsum fjöllanda verkefnum og eitt þeirra er tveggja ára verkefni sem styrkt af Comeniusarstyrkjakerfi Evrópusambandsins. Þema verkefnisins er kynjajafnrétti og jafnrétti samkynhneigðra og minnihlutahópa. Í dag komu í skólann 11 kennarar og 13 nemendur frá 5 löndum, Póllandi, Noregi, Ungverjalandi, Spáni og Frakklandi til að funda um verkefnið og munu bæði kennarar og nemendur halda erindi og kynna niðurstöður kannana um kynjajafnrétti sem var m.a. lögð fyrir nokkra nemendur skólans í vor. Við bjóðum gesti okkar hjartanlega velkomna og vonum að þeir njóti verunnar hérna.

Fréttasafn