26. sep. 2013

Aðalfundur Foreldrafélags Verzlunarskóla Íslands

Aðalfundur Foreldrafélags Verzlunarskóla Íslands verður haldinn 3. okt. kl. 20:00 í Bláa sal skólans.

Dagskrá:

  • Hefðbundin aðalfundarstörf.
  • Hvað er að frétta? Berglind Helga Sigurþórsdóttir, Kristín Huld Gunnlaugsdóttir og Sóley Þórarinsdóttir náms- og starfsráðgjafar VÍ gefa foreldrum góð ráð um hvernig þeir geta stutt við nám nemenda sinna.
  • Kaffihlé
  • Jákvæð samskipti  - Páll Ólafsson, félagsráðgjafi verður með áhugaverðan en umfram allt skemmtilegan fyrirlestur um samskipti foreldra og unglinga.

Við hvetjum alla til að mæta, fræðast og hitta aðra foreldra.

Munið Fésbókarsíðu foreldrafélagsins, þar eru margvíslegar upplýsingar um skólastarfið sem ekki er gott að missa af.

Fréttasafn