1. okt. 2013

Nemendaskiptaferðir

Um mánaðarmótin ágúst-september tók skólinn á móti 25 spænskum nemendum og kennurum þeirra. Hópurinn kemur frá bænum Mollerussa skammt frá Barcelona. Nemendaskiptin heppnuðust mjög vel í alla staði og nú eru Verzlunarskólanemendur ásamt kennurum farnir til Spánar til að endurgjalda heimsóknina.

Á föstudag  leggur hópur nemenda ásamt kennurum land undir fót til Chartres í Frakklandi en síðastliðið vor komu frönsku nemendurnir til Íslands.

Fjölskyldur Verzlónema sem hýsa erlenda gesti eiga þakkir skildar fyrir að leggja hönd á plóg við að hjálpa skólanum að taka þátt í nemendaskiptaverkefnum.

Fréttasafn