9. okt. 2013

Jarðfræðiferð í 5. bekk

Nemendur í 5R og 5T fóru í jarðfræðiferð þriðjudaginn 1. október. Farið var um Reykjanes í ágætisveðri, keyrt vestur með nesinu að norðan og með sunnanverðu Reykjanesi að Krýsuvík. Þaðan var haldið til baka í Versló eftir velheppnaða ferð. Jarðfræði Reykjaness er fjölbreytt og margt að sjá fyrir áhugasama nemendur. Því var stoppað á mörgum stöðum á leiðinni, t.d. við Gunnuhver, í Hrólfsvík, við Selatanga og gengið á Stóru Eldborg.

Ferð sem þessi er mjög mikilvæg í jarðfræðinámi þar sem nemendum gefst tækifæri að sjá með eigin augum og reyna á eigin skinni það sem þeir hafa lesið um í bókum og rætt hefur verið um í kennslustofunni.

Fréttasafn