10. okt. 2013

Námsferð til Barcelona

Dagana 27. september til 5. október fóru 24 nemendur í spænsku í 5. bekk í nemendaskiptaferð til Katalóníu. Hópurinn dvaldist á heimilum katalónskra ungmenna í bænum Mollerussa sem er u.þ.b. í einnar og hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Barcelona. Í Katalóníu fræddist hópurinn m.a. um miðborg Barcelona, Katalónska þingið, La Sagrada Familia, Kauphöll Barcelonaborgar og menningu og sögu Spánar og Katalóníu. Í La Sagrada Familia tók hópurinn, ásamt gestgjöfum sínum, þátt í tilraun í notkun spjaldtölva í skoðunarferðum. Á næstu dögum munu nemendur skila verkefnum á spænsku sem byggjast á upplýsingum sem þau söfnuðu í ferðinni. Kennurum þykir ferðin hafa heppnast vel í alla staði og var Spánverjum tíðrætt um hvað hópurinn væri kurteis og hegðaði sér vel.

kaupholl í BarcelonaLleida

Fréttasafn