13. okt. 2013

Frakklandsferð

Dagana 4. til 11. október fóru 29 nemendur úr 5. bekk til Frakklands og dvöldu þar í viku.  Byrjað var á því að endurgjalda heimsókn 29 franskra ungmenna sem komu hingað til lands síðastliðið vor frá menntaskólanum Lycée Fulbert í Chartres.  Dvöldu íslensku ungmennin á frönskum heimilum meðan á heimsókn þeirra til Chartres stóð. Auk þess að sitja tíma í skólanum fóru nemendur í skoðunarferð til Versala ásamt því að skoða dómkirkjuna í Chartres.  Síðustu tvo daga heimsóknarinnar var farið til Parísar þar sem helstu minnismerki borgarinnar voru skoðuð, svo sem Eiffelturninn, Notre Dame, Sigurboginn og Louvre safnið. 
Ferðin var farin undir stjórn Sigrúnar Höllu Halldórsdóttur og Hrafnhildar Guðmundsdóttur frönskukennara.

Fréttasafn