25. okt. 2013

Upplestrarhátíð á Borgarbókasafni fyrir framhaldsskóla

Fimmtudaginn 24. október var haldin upplestrarhátíð á Borgarbókasafni fyrir framhaldsskóla í tilefni Lestrarhátíðar sem Reykjavík bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir árlega í október. Þema Lestrarhátíðar í ár er borgarljóð. Verslunarskólanemendur tóku þátt í hátíðinni þegar allir nemendur 3. R, sem eru í tjáningu, lásu ljóð eftir íslenskt ljóðskáld. Efni þeirra tengdust hverfinu, svo sem Öskjuhlíð, Klambratúni, Kringlunni og Versló. Þetta er annað árið í röð sem Versló tekur þátt í þessu verkefni Kringlusafns. Krakkarnir lásu ljóðin með prýði og má segja að þetta sé gott tækifæri til að lífga upp á námið í íslensku.


Ljóðaupplestur.Ljóðaupplestur


Fréttasafn