Nýútskrifaðir Verzlingar gera það gott
Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. Ræða hennar hefur vakið mikla athygli og hún fengið mikið lof fyrir. Sigríður María lagði áherslu á mikilvægi menntunar ungra stúlkna og sagði að menntun væri lykillinn að sjálfstæði. Sigríður María útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands í vor. Þegar hún stundaði hér nám tók hún virkan þátt í mælsku og rökræðukeppninni Morfís og fyrir frammistöðu sína í keppninni var hún kjörin Ræðumaður Íslands.
Hér er hægt að hlusta á ræðuna.
Hjörvar Steinn Grétarsson sem útskrifaðist einnig héðan í vor varð um helgina stórmeistari í skák. Hjörvar er tuttugu ára gamall og varð þar með næstyngsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari.