6. nóv. 2013

Ræðukeppni í ensku

Mánudaginn 4. nóvember var haldin hér í Verzlunarskólanum ræðukeppni í ensku, sem er forkeppni fyrir landskeppni í ræðumennsku á ensku.  Alþjóðleg samtök, ESU (English Speaking Union) standa svo fyrir landskeppni, sem verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 8.-9. nóvember.

Sigurvegarinn í Versló-keppninni var Guðrún Gígja Sigurðardóttir, 3-T, sem kaus að fjalla um hvernig nýjar hugmyndir mæta oft andstöðu í fyrstu en geta svo umbylt heiminum. Þema keppninnar hér sem og í landskeppninni er "Ideas are our greatest weapons". Keppendur voru fimm: Magnús Sigurbjörnsson, 3-I, Guðrún Gígja Sigurðardóttir, 3-T, Árni Reynir Guðmundsson, 4-A, Egle Sipaviciute, 3-R,  og Gunnhildur Sif Oddsdóttir,   5-R.

Úlfur Þór Andrason stýrði fundi. Dómarar voru Gerður Harpa Kjartansdóttir, Hersir Aron Ólafsson og Ármann Halldórsson, en Laufey Bjarnadóttir var tímavörður. Nemendur úr 3-I og 5-A voru áhorfendur. Allir keppendur stóðu sig með mikilli prýði og munu þau öll fá tækifæri til að taka þátt í landskeppninni. Við óskum þeim velfarnaðar í keppninni á föstudaginn og vonumst til að sjá Versling í London í vor!

Fréttasafn