10. nóv. 2013

Ræðukeppni ESU

Guðrún Gígja Sigurðardóttir í 3T og Árni Reynir Guðmundsson í 4A tóku þátt í ræðukeppni ESU (English Speaking Union) sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík 8. og 9. nóvember sl.  Guðrún Gígja hafnaði þar í öðru sæti en alls tóku fimm ungmenni þátt og komu þau úr MA, MH, FÁ og VÍ.  Allir ræðumennirnir stóðu sig með prýði og sögðu dómarar keppninnar að mjög erfitt hafi verið að gera upp á milli þeirra en að lokum var það Ásgerður Ásgeirsdóttir frá MA sem varð hlutskörpust og verður hún fulltrúi Íslands í alþjóðakeppninni í London í maí.

Fréttasafn