22. nóv. 2013

Vælið

Vælið, söngkeppni skólans, fer fram í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 22. nóvember. Vælið er annar af hápunktum haustannar í starfi nemendafélagsins. Undirbúningur og framkvæmd hvíla á herðum skemmtinefndar. Á Vælinu koma fram 12 hæfileikaríkir nemendur skólans og láta ljós sitt skína í keppni sem umfram allt miðar að því að skemmta áhorfendum. Einnig verður sýndur skemmtiþáttur í boði Rjómans. Æskilegt er að nemendur mæti í fínum klæðum. Miðaverð er 2.500 kr. og hægt er að nálgast miða á midi.is (http://midi.is/tonleikar/15/606/). Húsið verður opnað kl. 19:00 og hefjast herlegheitin klukkan 19:30. Öll neysla áfengis er að sjálfsögðu bönnuð.

Fréttasafn