25. nóv. 2013

Hispanic Heritage Month

Sendiherra Bandaríkjanna, Luis Arreaga bauð nýlega íslenskum nemendum og spænskukennurum á heimili sitt til þess að þeir gætu fræðst um arfleifð Rómönsku-Ameríku í Bandaríkjunum. Nemendur frá Verzló, MR, MH og HÍ fengu þarna kjörið tækifæri til þess að nýta spænskukunnáttu sína og spjalla við spænskumælandi manneskju um ýmislegt sem viðkemur spænskri tungu í bandarísku samfélagi. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að fræða nemendur um hvernig upplifun það er fyrir fólk frá Rómönsku-Ameríku að lifa og hrærast í Bandaríkjunum.

Fréttasafn