29. nóv. 2013

Nordplus - Besta verkefnið

Nýlega var Nordplusverkefni sem Verzlunarskólinn vann með Lugnetgymnasiet í Svíþjóð valið Best Practice Project á Nordplusráðstefnu í Stokkhólmi. Verðlaunin eru góð viðurkenning á mikilli vinnu sem skipuleggjendur og nemendur lögðu á sig. Af skólans hálfu unnu nemendur á viðskiptabraut 5. bekkjar að verkefninu undir leiðsögn viðskiptakennaranna Guðrúnar Ingu og Sigríðar Bjarkar. Það sem heillaði dómnefndina umfram annað var mjög góð tenging við atvinnulífið en nemendur heimsóttu meðal annars nokkur fyrirtæki og stofnanir hér á landi og í Svíþjóð. Viljum við hér með koma á framfæri þakklæti til Arionbanka, CCP, Kauphallarinnar og Hellisheiðarvirkjunar fyrir að taka á móti nemendum okkar og gefa sér góðan tíma til þess að kynna starfsemi sína og veita greinagóðar upplýsingar sem nýttust vel.

Hér má sjá glærur sem Steven Hunter-Lundqvist hagfræðikennari og samstarfsaðili studdist við þegar hann kynnti verkefnið fyrir dómnefndinni á ráðstefnunni.

Fréttasafn