6. des. 2013

Comeniusarfundur í Monesterio á Spáni

Upp úr miðjum nóvember fóru tveir nemendur í 6-B ásamt kennurum til Monesterio á Spáni til þess að taka þátt í Comeniusarfundi. Fundurinn er liður í Comeniusarverkefni þar sem þemað er kynjajafnrétti, staðalímyndir og jafnrétti minnihlutahópa eins og samkynhneigðra og fólks með annan menningarbakgrunn.

Verkefnið er til tveggja ára og hefur nú staðið yfir í eitt og hálft ár. Af hálfu Verzlunarskólans taka nemendur af alþjóðabraut þátt í verkefninu ásamt fimm kennurum, sem skiptast á að fara á fundina með nemendum. Verkefnið er nokkuð stórt í sniðum því átta Evrópulönd taka þátt í því auk Íslands en það eru Noregur, Spánn, Grikkland, Kýpur, Ungverjaland, Pólland, Frakkland og Tyrkland.

Á fundinum í Monesterio áttu nemendur m.a. að vera búnir að finna og skoða auglýsingar sem upphefja staðalímyndir og kynjamismun og skilgreina þær. Greining nemenda Verzlunarskólans vakti athygli fyrir vönduð efnistök en hana má sjá hér, Ads-gender-stereotypes.

Fréttasafn