22. jan. 2014

Skyndihjálparkennsla

Nemendur í 4. bekk fengu fyrirlestur um skyndihjálp þann 20. jan. síðastliðinn og sá Oddur Eiríksson, sjúkraflutningamaður um fyrirlesturinn. Eins og sjá má á myndunum voru nemendur áhugasamir um efni fyrirlestursins en Oddur ræddi um atriði eins og  grundvallarreglur í fyrstu hjálp, meðvitundarleysi, endurlífgun, aðskotahluti í öndunarvegi og stöðvun blæðinga. Einnig sýndi hann þeim hvernig nota á hjartastuðtæki en slíkt tæki er til í skólanum og er staðsett á þriðju hæð í skáp fyrir framan skrifstofuna.

Skyndihjálp

Skyndihjálp

Fréttasafn