23. jan. 2014

Nemendaheimsókn til Falun

Vikuna 12.-18. janúar dvöldu 30 nemendur af viðskipta- og hagfræðibraut skólans í Falun í Svíþjóð ásamt tveimur kennurum.

Dvöl þeirra var liður í Nordplus nemendaskiptaverkefni Verzlunarskólans, Kristinegymnasiet og Lugnet gymnasiet.

Nemendur gistu á heimilum sænskra jafningja sinna sem von er á til Íslands í mars.

Dagskrá vikunnar var fjölbreytt og skemmtileg. Meðal annars var farið á fyrirlestur um undirbúning og markaðssetningu heimsmeistaramótsins í skíðagöngu og skíðastökki sem haldið verðu í Falun í febrúar 2015. Þá fór hópurinn í heimsókn í IKEA og fékk stórgóðan fyrirlestur um gildi, stefnu og starfsemi sænsku keðjunnar. Einnig var farið í heimsókn í pappírsverksmiðjuna Artic Paper, reynt fyrir sér í Krullu íþróttinni og hin fræga Koparnáma í Falun skoðuð en hún er á minjaskrá UNESCO.

Síðasta deginum í Svíþjóð var eytt í Stokkhólmi þar sem nemendur fengu að eiga frjálsan dag og dvöldu víst margir nokkuð lengi í H & M þann daginn.


NemendaheimsóknNemendaheimsóknNemendaheimsóknNemendaheimsóknNemendaheimsóknFréttasafn