29. jan. 2014

Kynning á bandarískum háskólum 4. apríl – Taktu daginn frá!

Fulbright stofnunin, í samvinnu við bandaríska sendiráðið, Versló og AMÍS, bjóða til háskólakynningar föstudaginn 4. apríl frá 14:30-17:30 í húsnæði Verzlunarskóla Íslands. Fjölmargir bandarískir háskólar senda fulltrúa sem munu kynna sína skóla og svara spurningum nemenda, en jafnframt verður boðið upp á margvíslegar kynningar, m.a. góð ráð varðandi gerð háskólaumsókna, styrkjamöguleika, námslán og vegabréfsáritanir fyrir námsmenn. Kynningin er bæði fyrir nemendur sem vilja kynna sér grunnháskólanám og framhaldsnám í Bandaríkjunum.

 

Það kostar ekkert að koma og allir eru velkomnir, bæði nemendur og starfsfólk skóla. Nánari upplýsingar um skráningu og dagskrá verða sendar síðar. Takið daginn frá núna! 

Fréttasafn