29. jan. 2014

Verkleg skyndihjálparkennsla

Í framhaldi af fyrirlestri Odds Eiríkssonar um skyndihjálp fyrir nemendur í 4. bekk fengu nemendur tækifæri til að æfa sig í hjartahnoði og að blása í dúkku.

Verklegi hlutinn lagðist vel í nemendur og voru þau áhugasöm um að prófa. Vonumst við til að fyrirlesturinn og verklegi hlutinn hafi vakið nemendur til umhugsunar um mikilvægi þess að hafa þekkingu á helstu atriðum þegar kemur að því að aðstoða fólk í neyð og  því mikilvæga atriði að hugsa; "ÉG get aðstoðað". 
Fréttasafn