29. jan. 2014

Heimsókn frá Norðurlöndum

Vikuna 27. - 31. janúar eru norrænir gestir hér í Verzlunarskólanum á vegum Nordplus språk áætlunar um nemendasamskipti. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra framhaldsskóla í Noregi, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi og er Versló fyrsti skólinn sem nemendur heimsækja. Okkar nemendur heimsækja síðan hin löndin þrjú síðar á vorönninni og fara 6 nemendur og einn kennari til hvers lands. Alls taka 72 nemendur þátt í verkefninu ásamt 12 kennurum en 18 nemendur í 4. bekk Verzlunarskólans og 3 kennarar taka þátt að þessu sinni. Er þetta í þriðja skipti sem skólinn tekur þátt í þessu samstarfsverkefni. Verzlunarskólinn hefur tekið þátt í fjölmörgum norrænum samskiptaverkefnum á liðnum árum sem ætíð hafa gengið vel og verið árangursrík.

Yfirskrift samstarfsins að þessu sinni er Nye vyer i Norden og vinna nemendur verkefni sem tengjast nýjum straumum og stefnum í hönnun og menningu á Íslandi. Þau kynna sé m.a. nýja strauma í fata- og skartgripahönnun, byggingarlist, tölvuleikjahönnun og tónlist.Fréttasafn