24. feb. 2014

Danskur sendikennari í Versló       

Karen Wobeser er danskur sendikennari sem hefur verið við kennslu á vegum dönskudeildarinnar í Verzlunarskólanum undanfarnar 3 vikur. Hún kemur frá Háskóla Íslands þar sem hún hefur starfað sem sendikennari við dönskudeild skólans í vetur. Í Versló hefur hún einkum tekið þátt í að þjálfa talfærni nemenda með ýmsu móti m.a. með leikjum, stuttmyndum og orðaforðaverkefnum byggðum á smásögum. Hefur koma hennar og starf vakið mikla ánægju bæði nemenda og kennara og lífgað upp á kennslustundirnar. Skólinn kann henni bestu þakkir fyrir hennar innlegg í skólastarfið.

Fréttasafn