5. mar. 2014

Kynning á bandarískum háskólum 4. apríl – Taktu daginn frá!

Fulbright stofnunin, í samvinnu við bandaríska sendiráðið, Versló og AMÍS, býður til háskólakynningar föstudaginn 4. apríl frá 14:30-17:30 í húsnæði Verzlunarskóla Íslands. Fjölmargir bandarískir háskólar senda fulltrúa sem munu kynna sína skóla og svara spurningum nemenda, en jafnframt verður boðið upp á marga fyrirlestra, þar sem m.a. verða gefin góð ráð varðandi gerð háskólaumsókna, farið yfir styrkjamöguleika, námslán og vegabréfsáritanir fyrir námsmenn. Kynningin er bæði fyrir nemendur sem vilja kynna sér grunnháskólanám og framhaldsnám í Bandaríkjunum.

Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, nemendur, foreldrar og starfsfólk skóla, en það þarf að skrá sig fyrirfram.  Skráning fer fram hér: http://collegedayreykjavik.brownpapertickets.com/

Nánari upplýsingar verða birtar á vefsíðu Fulbright www.fulbright.is og á Facebook síðunni Fulbright Commission Iceland.

Hér eru  ýmsir tenglar sem tengjast viðburðinum:

College Day Scandinavia Website: http://collegedayscandinavia.org/

Facebook: https://www.facebook.com/CollegeDayScandinavia

Twitter: https://twitter.com/CDScandinavia14Fréttasafn