21. mar. 2014

Verzlunarskólablaðið gefið út

Í dag var Verzlunarskólablaðið gefið út við skemmtilega athöfn í skólanum og tók Ingi Ólafsson skólastjóri við fyrsta eintakinu þetta árið. Blaðinu var dreift til allra nemenda og starfsfólks skólans. Að þessu sinni er blaðið samtals 257 blaðsíður og stútfullt af alls kyns fróðleik. Í blaðinu eru til að mynda viðtöl við hljómsveitina Of Monsters and Men, Baltasar Kormák og Alfreð Finnbogason. 

Við óskum Höllu Margréti Bjarkadóttur ritstjóra blaðsins, Birnu Stefánsdóttur, Davíð Erni Atlasyni, Jónu Þóreyju Pétursdóttur, Kjartani Þórissyni, Steini Arnari Kjartanssyni, Sunnevu Rán Pétursdóttur og Telmu Sigrúnu Torfadóttur sem eiga sæti í ritnefnd blaðsins og öllum þeim sem komu að útgáfu blaðsins til hamingju.


Fréttasafn