26. mar. 2014

Alþjóðasamstarf

Mikið hefur verið að gera í skólanum í erlendum samskiptum síðastliðnar vikur. Í byrjun mars fóru þrír nemendur í 6-A ásamt kennurum til Bordeaux í Frakklandi. Ferðin var liður í tveggja ára Comeniusarverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt átta öðrum skólum víðs vegar í Evrópu. Það er skemmst frá því að segja að nemendurnir stóðu sig mjög vel þegar þeir kynntu sitt verkefni fyrir öðrum nemendum og kennurum á fundinum.

Í byrjun mars heimsóttu okkur sjö ameríska nemendur og þrír kennara frá St. George‘s highschool á Newport Island. Heimsóknin er liður í árlegu nemendaskiptaverkefni skólanna.


Um miðjan mars fóru sex nemendur í 4. bekk ásamt kennara til Finlands. Síðastliðinn sunnudag fóru svo fimm nemendur, einnig í 4. bekk, ásamt kennara til Noregs. Báðar þessar heimsóknir eru liður í Nordplus Junior verkefni en fyrir utan Noreg, Finnland og Ísland taka Færeyjar einnig þátt í verkefninu.

Síðastliðinn sunnudag komu 30 sænskir nemendur og þrír kennarar í heimsókn og á móti þeim tóku nemendur á viðskipta-og hagfræðibraut í 5. bekk. Heimsóknin er liður í verkefni sem styrkt er af Nordplus Junior og fóru íslensku nemendurnir til Svíþjóðar í janúarlok og dvöldu á sænskum heimilum.


Næstkomandi mánudag koma svo franskir nemendur ásamt kennurum í skólann og dvelja á íslenskum heimilum.

Allar þessar heimsóknir standa yfir í eina viku.

Fréttasafn