27. mar. 2014

Berlínarferð

Dagana 20.-23. mars fór 28 manna hópur nemenda í Berlínarvaláfanga til Berlínar ásamt þremur kennurum. Hópurinn dvaldi saman á Hosteli í miðborg Berlínar. Nemendur heimsóttu ýmsa staði eins og t.d. þinghúsið þar sem farið var upp í kúpulinn, þýska sögusafnið og farið var upp í sjónvarpsturninn. Gengið var um miðborgina þar sem helstu kennileiti Berlínar voru skoðuð í leiðinni eins og t.d. Brandenborgarhliðið, Potzdamer Platz og Checkpoint Charlie. Bernauer Straße er ómissandi stopp í Berlín og nemendur lögðu að sjálfsögðu leið sína þangað. Við þessa götu er minningarreitur til minningar um þann fjölda fólks er lét lífið við að flýja yfir múrinn er skipti borginni upp. Nemendum fannst þetta mjög áhrifaríkt. Hópurinn fór allur saman út að borða eitt kvöldið þar sem hægt var að velja á milli ýmissa þýskra rétta. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og nemendur voru skólanum til sóma.

Fréttasafn