13. maí 2014

Fjarnám

Á vorönn 2014 eru 684 nemendur í fjarnámi Verzlunarskólans, þar af er um fjórðungur í dagskólanum líka. Fjórðungur fjarnemenda er skráður í aðra framhaldsskóla, einn tíundi hluti í grunnskóla en aðrir eru ekki skráðir í skóla. Konur eru í meirihluta, eða um tveir þriðju hlutar hópsins. 

Meðalaldur fjarnemenda er 22,3 ár. Yngsti fjarnemandinn er fæddur í ágúst 2000 og verður hann því 14 ára á þessu ári, það er stúlka sem stundar nám í spænsku. Næst yngsti fjarnemandinn er þremur vikum eldri, það er stúlka sem stundar nám í ensku. Auk þeirra eru þrír aðrir nemendur fæddir árið 2000. Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1945, og er það kona sem nemur ensku. Næst elsti fjarnemandinn er kona fædd 1946, hún stundar nám í spænsku. Á milli elsta og yngsta fjarnemandans er 55 ára aldursmunur. Sjá nánar hér http://www.verslo.is/fjarnam/nemendur/vor_2014/

Fjarnámsprófin hófust 5.maí og er um þriðjungur prófanna tekinn annars staðar en hjá okkur í Verzló.  Rúmur helmingur prófstaða er á Íslandi, allt frá Keflavík til Stöðvarfjarðar og ýmsum byggðum eyjum og annesjum þar á milli. Erlendis verður einnig prófað víða, t.d. í Kaupmannahöfn, París, Zürich, Eindhoven, Flórída og Alajela í Kosta Ríka.

 

Fréttasafn