Sumarlokun
Skrifstofur skólans verða lokaðar frá mánudeginum 23. júní til kl. 8:00 miðvikudaginn 6. ágúst.
Sumarönn fjarnáms er í gangi og hægt er að hafa samband við fjarnámsstjóra með því að senda póst á fjarnam@verslo.is. Hægt er að sækja um fjarnám á sumarönn til 1. júlí. Fjarnámspróf hefjast 6. ágúst. Sjá nánar próftöflu fjarnáms.
Skólinn verður settur 20. ágúst kl. 10:00 í hátíðarsal skólans.