20. ágú. 2014

Skólinn settur

Verzlunarskóli Íslands var settur í dag, miðvikudaginn 20. ágúst í 110. skipti. Samtals eru 1245 nemendur skráðir í dagskóla á þessari önn og því var margt um manninn í Bláa sal og á Marmaranum þegar Ingi Ólafsson setti skólann. Af þessum 1245 nemendum eru 344 nýnemar sem skiptast niður í tólf bekki. Að lokinni ræðu skólastjóra héldu eldri nemendur skólans til kennslustofa með umsjónarkennurum sínum á meðan nýnemar sátu áfram og fengu nánari upplýsingar um skólastarfið hjá Þorkatli yfirkennara og Klöru áfangastjóra.

Fréttasafn