5. sep. 2014

Danir í heimsókn

Vikuna 31. ágúst - 6. september komu 28 danskir nemendur og 2 kennarar frá menntaskólanum Rysenstenn í Danmörku. Heimsókn þeirra er liður í Nordplus verkefni sem Verzlunarskólinn og Rysensteen gymnasium eru þátttakendur í. Um er að ræða nemendaskipti þar sem nemendur gista á heimilum hjá hvort öðru, kynnast skólastarfi og vinna verkefni saman. Hópurinn hefur nú þegar heimsótt og fengið að hlusta á fyrirlestur í Decode, Hellisheiðavirkjun, Búrfellsvirkjun og Orkustofnun. 

Íslensku nemendurnir (6-R) ásamt kennurum halda svo til Danmerkur í október.


Fréttasafn