15. sep. 2014

Frakklandsferð


Dagana 15. – 24. september fara 17 nemendur úr 5. bekk til Rumilly, sem er lítill bær í frönsku Ölpunum.  Með þessari heimsókn eru þau að endurgjalda heimsókn nemenda frá Lycée Polyvalent Privé Demotz de la Salle sem komu hingað til lands í byrjun mars.  

Dvalið verður hjá frönskum fjölskyldum í Rumilly og munu nemendur kynnast frönsku heimilislífi, frönskum framhaldsskóla og aðstæðum jafnaldra sinna í Frakklandi. Nemendur munu heimsækja Parc du Merlet þjóðgarðinn, bæinn Chamonix þar sem fyrstu vetrarólympíuleikarnir vour haldnir 1924 og þaðan blasir Mont Blanc (4,810m) við í öllu sínu veldi.

Þann 22. september fer hópurinn síðan til Parísar og skoðar þar meðal annars Sigurbogann, Champs-Elysées, Eiffelturninn, Montmartre hæðina og Sacré Cœur.

Ferðin er farin í umsjá Sigrúnar Höllu Halldórsdóttur frönskukennara og Gerðar Hörpu Kjartansdóttur enskukennara.

Fréttasafn