16. sep. 2014

Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af „Degi íslenskrar náttúru“ þriðjudaginn 16. september, hélt Andri Snær Magnason, rithöfundur og náttúruverndarsinni, greinargóðan fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Andri Snær fjallaði um umhverfismál í víðu samhengi og tengdi við veruleika nemenda. Ekki var betur séð en að nemendur hafi notið þess að hlusta á það sem hann hafði fram að færa. Dagurinn er tileinkaður verkefninu „Skóli á grænni grein“ og liður í því er að starfsfólk og nemendur hugi í sameiningu að umhverfismálum í leik og starfi.


 

Fréttasafn