24. okt. 2014

Verzlómál - margnota ílát

Verzlunarskólinn er þátttakandi í verkefninu „Skóli á grænni grein“, en það er evrópskt verkefni undir umsjón Landverndar. Markmið „Skóli á grænni grein“ er að innleiða raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum í skólum.

Allir eru sammála um mikilvægi þess að vera umhverfisvænn og fara vel með náttúruna og auðlindir hennar. Til að leggja umhverfismálum lið geta nemendur nú fengið sér þetta fallega Verzlómál fyrir lágmarksupphæð (500 kr.).

Verzlómálið er margnota bambusmál sem kemur á allan hátt í stað einnota íláta. Með sérhverju skrefi færumst við í átt að betra og umhverfisvænna samfélagi.


Fréttasafn